Samfélagsleg verkefni

Samfélagsleg verkefni

Opinber stefna KSÍ varðandi samfélagsleg verkefni

Knattspyrnuhreyfingin telur um 10% íslensku þjóðarinnar. Knattspyrnusamband Íslands lítur því á það sem skyldu sína að nýta þann kraft sem býr í knattspyrnufjölskyldunni til að vera virkur þátttakandi í samfélagslegum verkefnum sem gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn.

Í mörg ár hefur KSÍ styrkt ýmis smærri verkefni með litlum framlögum, aðallega í formi fjölmargra styrktarlína, sem saman mynda stóra upphæð. KSÍ hefur ákveðið að velja tvö samfélagsleg verkefni á hverju ári og einbeita sér að þeim. Gerður er samningur við tiltekna aðila um afmörkuð verkefni. Með þessari stefnumörkun er KSÍ að einbeita sér að tilteknu tilteknum verkefnum í tiltekinn tíma, og leggja kraft í þau til að þátttakan vegi sem þyngst og geri viðkomandi verkefni og samfélaginu raunverulegt og áþreifanlegt gagn.

Grunnatriði samstarfsins:

  • Auglýsing frá samtökunum eru á LED skiltum á landsleikjum þegar við á.
  • Reglulega eru unnar fréttir fyrir vef KSÍ um verkefnið, í samráði við viðkomandi samtök og framgang verkefnisins.
  • KSÍ styður við framkvæmd viðkomandi verkefnis með ýmsum hætti, t.a.m. með vinnuframlagi starfsmanns/starfsmanna.

Að þessu fyrirfram skilgreinda tímabili loknu leitar KSÍ að öðrum afmörkuðum verkefnum með sama markmið í huga – að gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn í samfélaginu.


Aðildarfélög
Aðildarfélög