Ársþing

Jóhannes Ólafsson sæmdur Gullmerki KSÍ

Verið í stjórn og varastjórn frá 2000

20.2.2018

Jóhannes Ólafsson var sæmdur Gullmerki KSÍ á ársþingi sambandsins á laugardaginn, en hann gaf ekki kost á sér að nýju í stjórn KSÍ eftir að hafa setið þar síðan 2013, og í varastjórn frá 2000.

Jóhannes sat í stjórn knattspyrnudeildar ÍBV árin 1987-2000 ásamt því að vera formaður knattspyrnudeildar ÍBV frá 1989-2000. Jafnframt var hann stjórnarmaður í fyrstu stjórn ÍBV-íþróttafélags, var í stjórn 1. Deildarsamtakanna á árunum 1984-1987 og formaður þar í tvö ár. 

Jóhannes settist í varastjórn Knattspyrnusambands Íslands árið 2000 og sat þar allt til ársins 2013. Þá tók hann sæti í aðalstjórn og sat þar frá 2014-2018. 

Jóhannes hefur séð tímanna tvenna í íslenskri knattspyrnu og hefur starfað að alúð jafnt fyrir ÍBV sem KSÍ. Hann hefur setið samfleytt í stjórn ÍBV eða KSÍ allt frá árinu 1987, í heil 30 ár. 

KSÍ þakkar Jóhannesi fyrir óeigingjarnt starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum í framtíðinni.

Ársþing
Aðildarfélög
Aðildarfélög