Ársþing

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir fær Grasrótarverðlaun KSÍ

Hefur staðið fyrir fótboltaæfingum fyrir utangarðsmenn.

14.2.2015

Grasrótarverðlaun KSÍ hlýtur Sigríður Arndís Jóhannsdóttir.  Sigríður, sem starfar sem verkefnastjóri hjá þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, hefur staðið fyrir fótboltaæfingum fyrir utangarðsmenn.  Æfingarnar hafa farið fram einu sinni í viku á Klambratúni og hafa um 20 aðilar mætt á þessar æfingar, um 6 – 8 í einu. 

Æfingarnar hafa gengið vel og sýna þeir sem taka þátt, mikinn áhuga og eru mjög jákvæðir fyrir verkefninu.  Framtakið og frumkvæðið sem Sigríður, og hennar fók, hefur sýnt með þessu verkefni er frábært og er því mjög verðugur handhafi Grasrótarverðlauna KSÍ að þessu sinni.

Ársþing
Aðildarfélög
Aðildarfélög