Umboðsmenn í knattspyrnu

Umboðsmenn í knattspyrnu

Skrifstofa KSÍ heldur utan um skráða umboðsmenn og sér til þess að þeir fái viðeigandi þjónustu

Rétt er að árétta að einungis umboðsmenn í knattspyrnu sem skráðir hafa verið hjá KSÍ eða öðru knattspyrnusambandi innan FIFA mega starfa sem umboðsmenn leikmanna eða félaga við samningsgerð og félagaskipti. Skulu umboðsmenn í knattspyrnu hér á landi starfa skv. ákvæðum reglugerðar KSÍ um umboðsmenn í knattspyrnu.

Til þess að einstaklingur/lögaðili geti komið að viðskiptum, sem leiða til þess að leikmaður gerir leikmannssamning við íslenskt félag eða skrifar undir samning um félagaskipti til íslensks félags, þá þarf viðkomandi að vera skráður umboðsmaður í knattspyrnu hjá KSÍ.

Skrifstofa KSÍ heldur utan um skráða umboðsmenn og sér til þess að þeir fái viðeigandi þjónustu. Munu öll helstu eyðublöð vegna starfa umboðsmanna vera aðgengileg á heimasíðu KSÍ auk þess sem birtar verða helstu upplýsingar og fréttir. Líkt og fram kemur í reglugerð KSÍ um umboðsmenn í knattspyrnu er árgjald skráðra umboðsmanna kr. 100.000,-.

Tengiliður á skrifstofu KSÍ við umboðsmenn í knattspyrnu er Haukur Hinriksson (haukur@ksi.is).

Tenglar:

Reglugerð KSÍ um umboðsmenn í knattspyrnu

Eyðublöð:

Yfirlýsing umboðsmanns í knattspyrnu fyrir einstaklinga

Yfirlýsing umboðsmanns í knattspyrnu fyrir lögaðila
Aðildarfélög
Aðildarfélög