Mótamál

Ferðakostnaður knattspyrnuliða

27.2.2003

Mikil umræða var um ferðakostnað knattspyrnuliða á ársþingi KSÍ. Ljóst er að ferðakostnaður er stór hluti útgjalda hjá mörgum félögum, sérstaklega á landsbyggðinni. Ferðakostnaður íþróttafélaga hefur verið til umræðu á Alþingi og er það von íþróttahreyfingarinnar að þetta mikilvæga mál hljóti jákvæða afgreiðslu. Í lok ársþings KSÍ var samþykkt svohljóðandi ályktun sem send hefur verið til Alþingis:

"57. ársþing KSÍ haldið á Hótel Loftleiðum 8. febrúar 2003 hvetur þingmenn landsins til að hraða meðferð tillögu um ferðajöfnunarsjóð íþróttafélaga í gegnum nefndir alþingis og koma með niðurstöðu í þessu máli fyrir þinglok vorið 2003."
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög