Mótamál
Evrópudeildin

KR tekur á móti Dinamo TIblisi frá Georgíu

Fyrri leikur liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA

28.7.2011

KR tekur á móti Dinamo Tiblisi frá Georgíu í kvöld á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  Þetta er fyrri leikur liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en síðari leikurinn verður í Tiblisi eftir rétta viku.

KR lagði MSK Zilina í annarri umferðinni, samanlagt 3 - 2.  Tiblisi hafði betur gegn Llanelli frá Wales.  Eftir að hafa tapað fyrri leiknum á útivelli, 2 - 1, tóku þeir vel á móti Walesverjum á sínum heimavelli og unnu stórsigur, 5 - 0.

Dinamo Tiblisi er fornfrægt félag sem hefur orðið Evrópumeistari í eitt skipti.  Það var árið 1981 þegar þeir höfðu sigur í Evrópukeppni bikarhafa, þá undir fána Sovétríkjanna sálugu.  Tiblisi lagði þá Carl Zeiss Jena frá Austur Þýskalandi í úrslitaleik, 2 - 1, sem leikinn var í Dusseldorf.  Á leið sinni í úrslitaleikinn lögðu Tiblisi m.a. West Ham í 8 liða úrslitum og Feyenoord í undanúrslitum.

Forsala á leikinn er í KR heimilinu en miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir 12 - 16 ára.

Knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að mæta á völlinn og hvetja KR í baráttunni í Evrópu.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög