Mótamál
Pepsi-deildin

Guðmundur Reynir valinn bestur í fyrstu 11 umferðunum

Viðurkenningar veitta fyrir fyrri hluta Pepsi-deildar karla

25.7.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri hluta Pepsi-deildar karla og fór athöfnin fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.   Sérstök valnefnd hefur verið sett á laggirnar og er hún þannig skipuð:

1.       Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 Sport

2.       Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur á Stöð 2 Sport

3.       Óskar Hrafn Þorvaldsson, sparkspekingur á RÚV

4.       Valtýr Björn Valtýsson, íþróttafréttamaður hjá 365

5.       Snorri Sturluson, íþróttafréttamaður hjá Sport.is

6.       Fulltrúi Ölgerðarinnar

Guðmundur Reynir Gunnarsson þótti hafa staðið sig best allra leikmanna og Rúnar Kristinsson var valinn þjálfari umferðanna.  Báðir koma þeir úr KR.  Vesturbæingar hrepptu einnig stuðningsmannaverðlaunin og besti dómarinn var valinn Erlendur Eiríksson.

Valnefndin valdi einnig lið umferðanna og fer valið þannig fram að tilnefndur er einn markvörður og tíu útileikmenn.  Liðinu er hér svo stillt upp í leikkerfið 4- 3- 3 en hver og einn getur valið þá leikaðferð sem þeir telja henta best liðinu.

Liðið er þannig skipað:

Pepsi-deild karla 2011

Lið umferðanna:

Markvörður:

Hannes Þór Halldórsson – KR

Varnarmenn:

Eiður Aron Sigurbjörnsson – ÍBV

Guðmundur Reynir Gunnarsson – KR

Magnús Már Lúðvíksson – KR

Jónas Tór Næs – Valur

Tengiliðir:

Bjarni Guðjónsson – KR

Haukur Páll Sigurðsson – Valur

Guðjón Pétur Lýðsson – Valur

Framherjar:

Óskar Örn Hauksson – KR

Tryggvi Guðmundsson – ÍBV

Kristinn Steindórsson – Breiðablik

Nánari upplýsingar
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög