Mótamál
Merki Valitor bikarsins

Valitor bikar kvenna - Valur og KR mætast í úrslitaleiknum

Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli 20. ágúst

23.7.2011

Það verða Reykjavíkurfélögin Valur og KR sem mætast í úrslitaleik Valitor bikar kvenna á Laugardalsvelli 20. ágúst næstkomandi.  Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleikina sem báðir voru æsispennandi og skemmtilegir áhorfs.

Núverandi handhafar titilsins, Valur, lögðu Aftureldingu í Mosfellsbænum með einu marki gegn engu.  Útiliðið vann einnig í hinum leiknum þar sem KR lagði Fylki í Árbænum, 2 - 1.  Leikirnir voru, eins og áður sagði, hörkuleikir og mikil spenna alveg til síðustu mínútu.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög