Mótamál
Merki Evrópudeildar UEFA

KR og FH leika seinni leiki sína í kvöld

Hægt að fylgjast með leik MSK Zilina og KR hjá KR útvarpinu

21.7.2011

Í kvöld leika KR og FH seinni leiki sína í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA og fara báðir leikirnir fram ytra.  KR mætir MSK Zilina frá Slóvakíu kl. 17:30 að íslenskum tíma.  KR fór með sigur af hólmi í fyrri leiknum á KR vellinum, 3 - 0, og mæta því í seinni leikinn með ágætis forskot. 

Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu af leiknum hjá KR útvarpinu.  Útsending hefst klukkan 16:30 frá KR-heimilinu.  Útvarp KR sendir út á fm 98,3, á www.netheimur.is og iPhone, iPad, iPod og Android snjallsímum í boði Netheims.

FH sækir svo CD Nacional frá Portúgal heim og hefst sá leikur kl. 18:45 að íslenskum tíma.  Fyrri leik liðanna á Kaplakrikavelli lauk með jafntefli, 1 - 1.  Ljóst er að leikurinn verður erfiður ytra en Hafnfirðingar léku mjög vel í fyrri leiknum og voru óheppnir að knýja ekki fram sigur í þeim leik.

Evrópudeild UEFA á uefa.com
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög