Mótamál
Pepsi-deildin

Ashley Bares valin best í fyrstu 9 umferðunum

Stuðningsmenn Vals valdir bestu stuðningsmennirnir

15.7.2011

Í dag voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri helming Pepsi-deildar kvenna en athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar.  Ashley Bares úr Stjörnunni var valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna og þjálfari ÍBV, Jón Ólafur Daníelsson var valinn þjálfari umferðanna.  Stuðningsmenn Vals voru fengu stuðningsmannaverðlaunin og Guðrún Fema Ólafsdóttir var dómari fyrstu níu umferða Pepsi-deildar kvenna.

Þá völdu sérfræðingarnir lið umferðanna en þar velja þeir einn markvörð og þá tíu útileikmenn sem best hafa staðið sig.  Liðinu er hér stillt um til gamans en lesendur geta svo leikið sér að því að stilla leikmönnum upp í stöður eftir því hvaða leikkerfi þeim hugnast best.

Lið umferða 1 - 9 í Pepsi-deild kvenna

  

Markvörður:

Birna Berg Haraldsdóttir - ÍBV

Varnarmenn:

Elísa Viðarsdóttir – ÍBV

Embla Grétarsdóttir – Valur

Mist Edvardsdóttir – Valur

Thelma Björk Einarsdóttir - Valur 

Tengiliðir:

Dagný Brynjarsdóttir – Valur

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Stjarnan

Hallbera Guðný Gísladóttir – Valur

Manya Makoski – Þór/KA

Framherjar:

Anna Björg Björnsdóttir – Fylkir

Ashley Bares – Stjarnan

 

Viðurkenningar fyrir umferðir 1 - 9 í Pepsi-deild kvenna

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög