Mótamál
UEFA

Drætti lokið í 3. umferð Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA

Þrjú íslensk félög voru í pottinum

15.7.2011

Í dag var dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Þrjú íslensk félög eru enn í þessum keppnum en enn er ólokið seinni viðureignum í 2. umferð í keppnunum.

Sigurvegari úr viðureign Rosenborg frá Noregi og Breiðabliks mætir sigurvegurum úr viðureign FC Pyunik frá Armeníu og Viktoria Plzen frá Tékklandi.  Þar verða Rosenborg og Plzen að teljast nokkuð sigurstranglegir þar sem þau unnu öruggua sigra í fyrri leikjunum.

Í Evrópudeildinni mætast sigurvegari úr viðureign KR og MSK Zilina frá Slóvakíu og sigurvegari úr viðureign Llanelli frá Wales og Dinamo Tiblisi frá Georgíu.  KR vann góðan sigur í fyrri leik sínum, 3 - 0 og Llanelli lagði Dinamo í fyrri leiknum á heimavelli, 2 - 1.

FH og CD Nacional frá Portúgal gerðu jafntefli, 1 - 1, í fyrri leik liðanna á Kaplakrikavelli.  Þar er því mjótt á munum en sigurvegari viðureignarinnar mætir sigurvegara úr viðureign Häcken frá Svíþjóð og Honka frá Finnlandi.  Fyrri leiknum í Svíþjóð lauk með 1 - 0 sigri heimamanna.

Siðari leikirnir hjá KR og FH fara fram ytra 21. júlí næstkomandi en leikirnir í 3. umferð Evrópudeildarinnar fara fram 28. júlí og 4. ágúst.

Í Meistaradeildinni leika Breiðablik og Rosenborg á Kópavogsvelli, miðvikudaginn 20. júlí en leikirnir í 3. umferðinni eru fyrirhugaðir 26./27. júlí og 2./3. ágúst.

Meistaradeild UEFA á uefa.com

Evrópudeild UEFA á uefa.com
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög