Mótamál
UEFA

Dregið í 3. umferð Meistaradeildar og Evrópudeildar UEFA í dag

Hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA

15.7.2011

Í dag verður dregið í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA, www.uefa.com.  Þrjú íslensk félög eru eftir í þessum keppnum en öll eiga þau eftir að leika síðari viðureignir sínar í annarri umferð.

Breiðablik á eftir að leika seinni leik sinn gegn Rosenborg í Meistaradeild UEFA en Blikar töpuðu fyrri leiknum í Þrándheimi, 5 - 0. 

KR og FH léku fyrri leiki sína í gærkvöldi á heimavelli og eygja bæði möguleika á að komast í þriðju umferðina.  KR gerði sér lítið fyrir og lagði MSK Zilina frá Slóavakíu með þremur mörkum gegn engu á KR vellinum.  FH tók á móti CD Nacional frá Portúgal á Kaplakrikavelli og lauk leiknum með 1 - 1 jafntefli.

Síðari viðureignir liðanna verða í næstu viku en drátturinn í 3. umferð verður, sem fyrr segir, í dag.  Dregið verður í Meistaradeildina kl. 10:00 en í Evrópudeildina kl. 11:30.

Meistaradeild UEFA

Evrópudeild UEFA
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög