Mótamál
Evrópudeildin

FH og KR leika á heimavelli í kvöld

Fyrri viðureignir liðanna í annarri umferð Evrópudeildar UEFA

14.7.2011

Knattspyrnuáhugafólk fær svo sannarlega mikið fyrir sinn snúð í kvöld en þá fara fram tveir leikir hér á landi í Evrópudeild UEFA.  FH og KR leika í kvöld, fimmtudagskvöld, fyrri leiki sína í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.   FH tekur á móti portúgalska liðinu CD Nacional og hefst leikur þeirra á Kaplakrikavelli kl. 19:15.  Á sama tíma taka mætast KR og MSK Zilina frá Slóvakíu og fer sá leikur fram á KR vellinum.

Þá má búast við hörkuleikjum í báðum þessum viðureignum enda er um að ræða mjög sterka andstæðinga.  Það er því um að gera fyrir knattspyrnuáhugafólk að flykkjast á vellina og hvetja íslensku liðin til dáða í Evrópudeildinni.

Evrópudeild UEFA
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög