Mótamál
Meistaradeild UEFA

Breiðablik mætir Rosenborg í Meistaradeild UEFA í kvöld

FH og KR í eldlínunni á heimavelli í Evrópudeildinni

13.7.2011

Íslandsmeistarar Breiðabliks leika í kvöld fyrri leik sinn í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Mótherjarnir eru norsku meistararnir í Rosenborg og hefst leikurinn kl. 18:45 á Lerkendal vellinum í Þrándheimi.  Síðari leikurinn verður á Kópavogsvelli eftir viku, miðvikudaginn 20. júlí.

Þá eru FH og KR í eldlínunni á morgun, fimmtudag, í Evrópudeild UEFA og leika þau bæði leiki sína á heimavelli.  FH tekur á móti portúgalska liðinu CD Nacional og hefst leikur þeirra á Kaplakrikavelli kl. 19:15.  Á sama tíma taka mætast KR og MSK Zilina frá Slóvakíu og fer sá leikur fram á KR vellinum.  Báðir þessir leikir eru í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.

Meistardeild UEFA

Evrópudeild UEFA
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög