Mótamál
Pepsi-deildin

Viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna

Afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar á föstudag

12.7.2011

Föstudaginn 15. júlí kl. 12:00 verða afhentar viðurkenningar vegna fyrri helmings Pepsi-deildar kvenna, eða umferðir 1-9.  Viðurkenningarnar verða afhentar í húsakynnum Ölgerðarinnar að Grjóthálsi 7-11 í Reykjavík. 

Í Pepsi-deild kvenna er valið:

  • Lið umferðanna (11 leikmenn)
  • Besti leikmaður
  • Besti þjálfari
  • Besti dómari
  • Bestu stuðningsmenn

Í valnefndinni fyrir Pepsi-deild kvenna eru fimm aðilar:

  • Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna
  • Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari A-landsliðs kvenna
  • Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV
  • Snorri Sturluson, íþróttafréttamaður á Sport.is
  • Fulltrúi Ölgerðarinnar

 


Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög