Mótamál
Snjallir erlendir leikmenn

Félagaskiptaglugginn opnar föstudaginn 15. júlí

Félög hvött til þess að vera tímanlega ef á að fá félagaskipti erlendis frá

12.7.2011

Föstudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka.  Glugginn er opinn til 31. júlí og eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð hérlendis, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Félagaskipti erlendis frá

Forráðamönnum félaga er sérstaklega bent á að vera vel tímanlega í því ef að reyna á að fá félagaskipti erlendis frá.  Búast má við að þau félagaskipti taki töluverðan tíma að ganga í gegn og því fyrr sem er farið af stað með þau, því líklegra er að þau gangi í gegn fyrir lokun félagaskiptagluggans, sunnudagsins 31. júlí.

Félagaskipti í gegnum FIFA TMS

Samningsbundnir leikmenn sem koma til íslenskra liða erlendis frá, þurfa að fara í gegnum félagaskiptakerfi FIFA.  Þeir leikmenn sem koma í gegnum þetta kerfi fá leikheimild í fyrsta lagi 16. júlí.

Tímabundin félagaskipti

Þá er minnt á reglur um tímabundin félagaskipti sem þýðir að ef leikmaður er lánaður í þessum glugga, fær hann ekki keppnisleyfi að nýju með móðurfélagi fyrr en 16. október. 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög