Mótamál
Evrópudeildin

KR áfram í Evrópudeild UEFA

ÍBV féll naumlega út í Írlandi

7.7.2011

KR tryggði sér sæti í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld með því að leggja ÍF frá Færeyjum á KR vellinum.  Leiknum í kvöld lauk með 5 - 1 sigri KR og 8 - 2 samanlagt.  KR mætir Zilina frá Slóvakíu í 2. umferð og verður fyrri leikurinn á KR vellinum 14. júlí.

ÍBV lék gegn St. Patrick´s í Dublin í kvöld.  Eyjamenn héldu í víking með eins marks forystu eftir 1 - 0 sigur í fyrri leiknum.  Það dugði ekki í kvöld því Írarnir fóru með 2 - 0 sigur af hólmi og því 2 - 1 samanlagt.  Írska liðið mætir Shakther Karagandy frá Kasakstan 2. umferð. 

Bikarmeistarar FH hefja hinsvegar leik í 2. umferðinni og mæta þeir Nacional frá Portúgal.  Fyrri leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli 14. júlí næstkomandi
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög