Mótamál
Evrópudeildin

Komast KR og ÍBV áfram?

Leika seinni leiki sína í Evrópudeild UEFA

6.7.2011

Fimmtudaginn 7. júlí leika KR og ÍBV seinni leiki sína í forkeppni Evrópudeildar UEFA.  KR tekur á móti færeyska liðinu ÍF á KR vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15.  KR stendur vel að vígi þar sem þeir lögðu ÍF í fyrri leiknum,  3 - 1.  Sigurvegari þessarar viðureignar mætir svo hinu sterka liði Zilina frá Slóvakíu.

ÍBV heldur til Írlands þar sem þeir mæta St. Patrick´s á Richmond Park í Dublin á Írlandi.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma en þar fara Vestmannaeyingar í víking með nauma forystu eftir 1 - 0 sigur gegn Írunum hér heima.  Sigurvegari þessarar viðureignar mætir svo sigurvegaranum úr viðureign FC Koper frá Slóveníu og Shakther Karagandy frá Kasakstan.  Fyrri leiknum í Slóveníu lauk með jafntefli, 1 - 1.

Þriðja íslenska félagið í þessari keppni er FH en þeir fara beint í aðra umferð þar sem þeir mæta Nacional frá Portúgal.  Fyrri leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli 14. júlí næstkomandi.

Evrópudeildin á uefa.com
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög