Mótamál
Futsal Cup Evrópukeppnin í Futsal

Dregið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal í dag

Fjölnir er fulltrúi Íslands í keppninni

6.7.2011

Í dag verður dregið í Evrópukeppni félagsliða í Futsal (Futsal Cup) og fer drátturinn fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss.  Dregið verður kl. 12:00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með drættinum á heimasíðu UEFA, www.uefa.com.

Fjölnir er fulltrúi Íslands í pottinum sem Íslandsmeistarar í Futsal 2011.  Í undankeppninni verða 28 lið í pottinum og verður dregið í 7 riðla með fjórum liðum.  Þessir riðlar fara fram á tímabilinu 13. - 21. ágúst.  Eitt lið kemst svo upp úr hverjum riðli í aðalkeppnina.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög