Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Breiðablik og FH mætast í Meistarakeppni karla 16. apríl

Félögin mætast í Kórnum kl. 18:15

31.3.2011

Staðfest hefur verið að leikur Breiðabliks og FH í Meistarakeppni karla fer fram laugardaginn 16. apríl.  Leikið verður í Kórnum og hefst leikurinn kl. 18:15.  Þetta er árlegur leikur á milli Íslandsmeistara og bikarmeistara síðasta tímabils og eru Blikar handhafar Íslandsmeistaratitilsins en FH handhafar VISA bikarsins.

Þessi félög áttust einmitt við í þessari keppni á síðasta ári en þá voru það Hafnfirðingar sem léku sem Íslandsmeistarar en Kópavogsbúar sem bikarmeistarar.  FH hafði sigur í þeim leik, 1 - 0, og hafa því titil að verja.

Meistarakeppni karla
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög