Mótamál
Ellert B. Schram fær viðurkenningu úr hendi Michel Platini, forseta UEFA

Ellert B. Schram heiðraður á þingi UEFA

Michel Platini endurkjörinn forseti UEFA til fjögurra ára

22.3.2011

Á 35. ársþingi UEFA sem haldið var í París í dag, var Michel Platini endurkjörinn forseti UEFA til fjögurra ára.  Ellert B. Schram, fyrrum formaður KSÍ, var á þinginu heiðraður af UEFA fyrir áralöng farsæl störf hans í þágu knattspyrnunnar.

Ellert fékk viðurkenningu sem nefnist "UEFA Order of Merit in Ruby" og var einn fjögurra sem voru sæmdir þessari viðurkenningu á þinginu en einnig var Franz Beckenbauer heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til knattspyrnunnar sem leikmaður, þjálfari og stjórnandi.  Ellert var formaður KSÍ frá árinu 1973 til ársins 1989.  Hann hefur einnig sinnt ýmsum störfum fyrir UEFA og gerir það enn.

Michel Platini var einn í framboði til forseta UEFA en hann var fyrst kjörinn árið 2007 og er því að hefja sitt annað kjörtímabil sem lýkur árið 2015.

Platini í heimsókn á Íslandi 2010

Ellert B. Schram fær viðurkenningu úr hendi Michel Platini, forseta UEFA
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög