Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Tveir nýir starfsmenn KSÍ

Átaksverkefni - Tímabundin ráðning

19.6.2009

KSÍ hefur ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í sérstök átaksverkefni og er um tímabundnar ráðningar að ræða.  Annars vegar er um verkefni í mótadeild að ræða sem snýr að skráningu á leikskýrslum, en hins vegar um útbreiðsluverkefni.

Halldór Örn Kristjánsson mun sjá um skráningu á leikskýrslum og jafnframt mun hann vinna að því að uppfæra gagnagrunn KSÍ með því að skrá leikskýrslur í eldri mótum.

Gunnar Einarsson mun starfa að útbreiðslumálum og hafa yfirumsjón með knattþrautum KSÍ fyrir yngri kynslóðina.  Hann mun ferðast um landið og kynna knattþrautirnar fyrir iðkendum og þjálfurum.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög