Mótamál
Garðar Örn Hinriksson, Bryndís Sigurðardóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir.  Fyrirliðarnir eru Rakel Hönnudóttir Þór/KA og Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki

Dómarar í Henson búningum

Dómararnir klæðast alíslenskri framleiðslu

9.5.2009

Knattspyrnusamband Íslands og Henson hafa gert með sér samning um að dómarar muni klæðast Henson búningum í ár.  Hönnun búningana var í höndum KSÍ og Henson í samstarfi við íslenska dómara.  Það er því alíslensk framleiðsla sem dómararnir klæðast á þessu keppnistímabili.

Á myndinni má  sjá dómarana í leik Breiðabliks og Þór/KA í Pepsi-deild kvenna ásamt fyrirliðum liðanna.  Dómari leiksins var Garðar Örn Hinriksson og honum til aðstoðar þær Bryndís Sigurðardóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir.  Fyrirliðarnir eru Rakel Hönnudóttir Þór/KA og Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki.

Garðar Örn Hinriksson, Bryndís Sigurðardóttir og Marína Ósk Þórólfsdóttir. Fyrirliðarnir eru Rakel Hönnudóttir Þór/KA og Erna Björk Sigurðardóttir Breiðabliki
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög