Mótamál
Kristinn Jakobsson

Kristinn dæmir Kazakhstan - England

Magnús Þórisson dæmir leik Wales - Eistlands

6.5.2009

Töluvert annríki verður hjá íslenskum dómurum á erlendri grundu á næstunni en nú er ljóst að Kristinn Jakobsson mun dæma leik Kazakhstan og Englands í undankeppni fyrir HM 2010.  Leikið verður í Kazakhstan 6. júní næstkomandi.  Kristni til aðstoðar verða þeir Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson.  Fjórði dómari verður Jóhannes Valgeirsson.

Þá mun Magnús Þórisson dæma vináttulandsleik Wales og Eistlands í Wales, 29. maí næstkomandi.  Aðstoðardómarar hans verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.

Þá er Oddbergur Eiríksson að störfum þessa dagana í Þýskalandi þar sem hann er einn af aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM hjá U17 karla.

Magnús ÞórissonOddbergur Eiríksson
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög