Mótamál
UEFA

Í eftirliti um víðan völl

Íslenskir eftirlitsmenn í Lúxemborg og Skotlandi

27.3.2009

Þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Egill Már Markússon verða eftirlitsmenn á vegum FIFA og UEFA á landsleikjum sem fara fram á næstunni.

Geir verður eftirlitsmaður FIFA á leik Lúxemborgar og Lettlands en þessar þjóðir eru jafnar að stigum í 2. riðli undankeppni HM 2010.  Leikurinn fer fram á Josy Barhtel leikvangnum í Lúxemborg. 

Egill Már verður hinsvegar dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Skotlands og Albaníu í undankeppni EM 2011 hjá U21 karla.  Sá leikur fer fram í Falkirk í Skotlandi.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög