Mótamál
Dansinn stiginn í leik Þróttar og Keflavíkur í Landsbankadeild karla 2008

Knattspyrnumót sumarsins 2009

Félög hafa til 24. mars til þess að skila inn athugasemdum

12.3.2009

Mót sumarsins hafa verið birt hérá heimasíðu KSÍ.  Félög eru vinsamlegast beðin um að skoða sína leiki og koma athugasemdum á framfæri í síðasta lagi þriðjudaginn 24. mars.  Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum.

Til hagræðingar við yfirlestur er hægt á www.ksi.is að kalla fram dagatal leikja hjá einstökum félögum, ásamt því að kalla fram dagatal einstakra valla.

Félög eru beðin um að fara vandlega yfir sína leiki í öllum flokkum og gera athugasemdir fyrir tilskilinn frest.  Skoðið sérstaklega eftirfarandi:

Leikjaskrá á heimavelli
Leikjaskrá félagsins á einstökum dögum.
Staðbundna viðburði eins og bæjarhátiðir.
Utanlandsferðir einstakra flokka.
Ferðatilhögun í langferðir vegna tímasetninga leikja.
Eftir er að setja út á vefinn nokkrar úrslitakeppnir. 

Kannið sérstaklega hvort öll lið félagsins séu skráð í mót. - Gert með því að velja "þátttaka félags".

Vert er að hafa í huga nokkur atriði:

Opin mót félaga (heimasíða KSÍ undir mótamál)
Knattspyrnuskóli drengja 15. - 19. júní (4.fl.ka.)
Knattspyrnuskóli stúlkna 8. - 12. júní (4.fl.kv.)
A-landslið karla leikur heimaleiki 6. júní, 12 . ágúst, 5. september og 9 . september
A-landslið kvenna leikur í úrslitakeppni EM í Finnlandi sem hefst 23. ágúst.  Fyrstu leikir liðsins eru 24. ágúst kl. 17:00, 27. ágúst kl. 17:00 og 30. ágúst kl. 13:00.

Mjög mikilvægt er að allar óskir/athugasemdir komi í einu lagi frá hverju félagi en ekki frá einstökum þjálfurum.

Mikilvægt er að virða ofangreindan frest til að gera athugasemdir svo að vinna við skipulagningu mótanna tefjist ekki.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög