Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Fundir með aðildarfélögum

Fundað með aðildarfélögum KSÍ á næstu dögum

5.3.2009

Í marsmánuði boða landshlutafulltrúar KSÍ til fundar á sínu landssvæði með fulltrúum aðildarfélaga og KSÍ þar sem farið verður yfir helstu mál sem snerta félögin fyrir keppnistímabilið.  Fyrsti fundurinn verður í dag í Keflavík og hefst kl. 16:00.

Fulltrúar KSÍ á fundunum verða, ásamt landshlutafulltrúum, Geir Þorsteinsson formaður, Gylfi Þór Orrason varaformaður, Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri og Birkir Sveinsson mótastjóri.

Ákveðnir hafa verið eftirfarandi fundarstaðir og fundardagar en fundartími getur tekið breytingum:  Aðildarfélög eru beðin um að hafa samband við landshlutafulltrúa sinn ef óskað er eftir nánari upplýsingum.

Suðurnes – Keflavík                 Fimmtudaginn 5. mars kl. 16.00

Suðurland – Selfoss                 Föstudaginn 6. mars kl. 16.00

Vesturland – Borgarnes           Dagsetning ákveðin síðar

Norðurland – Akureyri              Föstudaginn 13. mars kl. 16.30

Austurland – Reyðarfjörður     Miðvikudaginn 18. mars kl. 16.30
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög