Mótamál
Egill Már Markússon

Egill Már eftirlitsmaður í Hollandi

Fyrsta verkefni Egils sem eftirlitsmaður UEFA

24.10.2008

Egill Már Markússon var dómaraeftirlitsmaður UEFA á leik Heerenveen og AC Milan í gær en leikurinn var í riðlakeppni UEFA bikarsins. Þetta var fyrsta verkefni Egils Más sem dómaraeftirlitsmaður UEFA.

Egill lagði flautuna á hilluna á síðasta ári en hefur síðan starfað í dómaranefnd KSÍ og komið mikið að þjálfun ungra dómara þar.  Hann sat námskeið hjá UEFA í september á þessu ári fyrir dómaraeftirlitsmenn.  Fyrr í þessum mánuði fór hann svo með leiðbeinanda á leik Benfica og Napoli í UEFA bikarnum.

 

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög