Mótamál
Evrópukeppni félagsliða kvenna

Tap gegn Umeå í fyrsta leik hjá Val

Leikið gegn ítalska liðinu Bardolino á laugardaginn

10.10.2008

Valsstúlkur hófu leik í milliriðlum Evrópukeppni kvenna í gær þegar þær mættu sænsku meisturunum í Umeå.  Leikið var á heimavelli Svíanna og reyndust þær of sterkar í þettta skiptið og lögðu Val með fimm mörkum gegn einu.

Það var í fyrri hálfleik sem sænsku meistararnir lögðu grunninn að sigrinum en þá gerðu þær þrjú mörk og var Hanna Ljungberg að verki í öll skiptin.  Valur byrjaði síðari hálfleikinn vel og Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn í 3-1.  Umeå svaraði með fjórða markinu strax á næstu mínútu og hin brasilíska Marta átti lokaorðið.  Stórsigur hjá Umeå staðreynd en liðið er geysilega sterkt og eru margir er spá þeim titlinum í þessari keppni.

Í hinum leik riðilsins sigraði ítalska liðið Bardolino, Alma frá Kazakhstan með tveimur mörkum gegn einu.  Bardolino, sem fór alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra komst yfir en leikmenn Alma jöfnuðu metin fyrir hlé.  Sigurmark Ítalanna kom svo 20 mínútum fyrir leikslok. 

Valur mætir ítalska liðinu í næstu umferð og fer leikurinn fram á laugardaginn kl. 10:00 að staðartíma.  Með sigri eygir Valur ágætis möguleika á því að tryggja sér annað sæti riðilsins sem þýðir þátttöku í 8-liða úrslitum keppninnar.

Riðillinn

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög