Mótamál

Deildarbikar karla - Efri deild

8.4.2002

Nú styttist í að riðlakeppni efri deildar Deildarbikars karla klárist og rétt að skoða aðeins hver staðan er, en efstu fjögur lið úr hvorum riðli fara áfram í úrslitakeppnina. Úrslit leikja og stöðutöflur má sjá í valmyndinni hér til vinstri, undir Mótamál / Mót.

Í A-riðil efri deildar eru FH-ingar og Fylkismenn efstir með 12 stig og nokkuð öruggir í úrslitakeppnina á meðan Víkingur R. og Þór A. eru neðst með 4 stig. Íslandsmeistarar Skagamanna eiga það einnig á hættu að sitja eftir.

Í B-riðli eru Keflvíkingar efstir með 12 stig og KA-menn standa einnig vel að vígi. Dalvíkingar eru úr leik, en önnur lið eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög