Mótamál

Nýir unglingadómarar

9.4.2002

Fyrsta unglingadómaranámskeiði ársins lauk nú fyrir skömmu og var þátttaka ágæt, en alls hafa 36 dómaraefni staðist prófið og koma þau frá 10 félögum. Þess ber að geta að nokkuð margir eiga eftir að taka prófið, m.a. á Ísafirði, á Laugum og víðar, og stækkar þá hópurinn væntanlega nokkuð. Námskeiðið fer þannig fram að þátttakendur fá send námsgögn með tölvupósti í þrennu lagi og taka síðan skriflegt próf. Næsta unglingadómaranámskeið verður haldið í maí og verður það auglýst hér á www.ksi.is og með tölvupósti til aðildarfélaga KSÍ.

Nýir unglingadómarar
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög