Mótamál

Dregið í Intertoto-keppninni

9.4.2002

Í morgun var dregið í 1. umferð Intertoto-keppninnar, en FH-ingar unnu sér þátttökurétt í keppninni með því að hafna í 3. sæti Símadeildar karla 2001. Mótherjar FH í 1. umferð verða frá Makedóníu, en ef Hafnfirðingum tekst að komast í gegnum þá umferð munu þeir væntanlega mæta því liði sem hafnar í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í 2. umferð. Ekki verður ljóst um hvaða lið er að ræða fyrr en keppnistímabili deildanna á meginlandinu lýkur í vor. Leikið er heima og úti og fara fyrstu leikirnir fram 22. og 23. júní.

Skoða dráttinn | Þátttaka í Evrópukeppnum
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög