Mótamál

Inghólsbikarkeppnin

15.4.2002

Undirbúningur knattspyrnuliða fyrir sumarið er nú í fullum gangi, en ekki komast þó öll lið í Deildarbikar eða Reykjavíkurmót. Knattspyrnufélag Árborgar og Ægir Þorlákshöfn standa fyrir móti nokkurra liða í 3. deild karla sem ekki leika í fyrrgreindum mótum, en þátttökuliðin eru, auk Árborgar og Ægis, Bruni frá Akranesi, Grótta, ÍH og Úlfarnir úr Reykjavík. Mótið nefnist Inghólsbikarinn, en það er veitingastaðurinn Inghóll á Selfossi gefur verðlaunin í mótinu. Smellið hér til að skoða mótið nánar.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög