Mótamál
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Fjöldi leikmanna og forráðamanna á leikskýrslum

Almennt gildir að heimilt er að hafa 16 leikmenn á leikskýrslu

29.5.2008

Fjöldi fyrirspurna hefur komið til skrifstofu KSÍ vegna fjölda leikmanna á leikskýrslu og leyfilegra innáskiptinga

Almennt gildir að heimilt er að hafa 16 leikmenn á leikskýrslu, 11 sem hefja leik og 5 varamenn. Að öllu jöfnu er leyfðar 3 innáskiptingar í meistaraflokki en 5 í yngri aldursflokkum. Frá þessu eru nokkrar undantekingar eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

 

 

Fjöldi varamanna

Fjöldi skiptinga

Fjöldi forráðamanna

Landsbankadeild karla

7

3

7

Landsbankadeild kvenna

7  

3

7

VISA-bikar karla

5 *

3

5 *

VISA-bikar kvenna

5 *

3

5 *

1. deild karla

5

3

5

2. deild karla

5

3

5

3. deild karla

5

5

5

1. deild kvenna

5

5

5

Deildarbikarkeppni KSÍ

7

7 (sjá reglugerð) 

5

U23 og aðrir yngriflokkar

5

5

5

*  Í aðalkeppni VISA-bikars karla og kvenna er heimilt að hafa 7 varamenn og 7 forráðamenn á leikskýrslu, þ.e. frá 32-liða úrslitum karla og 8-liða úrslitum kvenna.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög