Mótamál
VISA-bikarinn

VISA bikar karla hefst á laugardag

3. deildin fer einnig á fullt um helgina

23.5.2008

Keppni í VISA bikar karla hefst nú um helgina og fer fyrsti leikur fram á Þingeyri þar sem Höfrungur og Skallagrímur mætast.  Þá fer keppni í 3. deild á fullt um helgina og verður leikið í öllum fjórum riðlinum um helgina.

Eins og áður sagði er fyrsti leikur VISA bikar karla leikinn á Þingeyri og er það einnig vígsluleikur á nýjum velli er ber nafnið Þingvöllur.  Þrír leikir fara fram á laugardag en aðrir leikir fyrstu umferðarinnar fara svo fram næstkomandi mánudag og þriðjudag.

Keppni í 3. deild karla hófst síðastliðinn þriðjudag með leik KFG og Álftanes.  Keppnin þar fer svo á fulla ferð um helgina og eru leikir um allt land.

VISA bikar karla
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög