Mótamál
UEFA

Ísland í 25. sæti háttvísilista UEFA

England, Danmörk og Þýskaland hljóta sæti í UEFA bikarnum vegna háttvísi

13.5.2008

Í dag var dregið um það hvaða tvær þjóðir mundu hreppa aukasæti í UEFA bikarnum á næsta tímabili en þær þjóðir er voru hæstar í háttvísismati UEFA voru í pottinum.  England, Danmörk og Þýskaland hrepptu sætin.

Ljóst var fyrir dráttinn í dag að England mundi hreppa eitt sætið þar sem þeir voru í efsta sæti háttvísislistans.  Dregið var svo um tvö sæti en þær þjóðir er höfðu yfir 8 í háttvísiseinkunn voru í pottinum.  Sem fyrr segir voru það Englendingar er voru efstir á listanum en sjö aðrar þjóðir voru með yfir 8 í einkunn.  Þessi tvö sæti komu svo í hlut Danmerkur og Þýskalands.  Þau félög er eru efst í háttvísismati viðkomandi lands, vinna sér þátttökurétt í UEFA bikarnum.

Ísland varð í 25. sæti þessa háttvísilista en aðildarþjóðir UEFA eru 53. talsins.  Allir leikir á vegum UEFA eru teknir með í þessa útreikninga, hvort sem eru landsleikir eða Evrópuleikir félagsliða.  Ísland var síðast með yfir 8 í einkunn árið 2004 og voru þá Þróttarar sem voru handhafar háttvísiverðlaunanna.  Ekki hrepptu Þróttarar sætið í það skiptið.

Háttvísimat UEFA
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög