Mótamál

Valsstúlkur Reykjavíkurmeistarar

24.4.2002

Valur hampaði Reykjavíkurmeistaratitlinum í meistaraflokki kvenna eftir hreinan úrslitaleik gegn KR í gærkvöldi. KR-stúlkur sigruðu reyndar í leiknum, 2-1, en þurftu að sigra með tveimur mörkum þar sem markatala Vals var hagstæðari. Hrefna Jóhannesdóttir og Olga Færseth komu KR tveimur mörkum yfir og þannig var staðan í hálfleik, en Ásgerður H. Ingibergsdóttir skoraði fyrir Val um miðjan síðari hálfleik og tryggði Val sigur í mótinu.

Valur, KR og Stjarnan fengu reyndar öll 6 stig í Efri deild, en Stjarnan og Breiðablik tóku þátt sem gestalið í mótinu, sem er nú með nýju fyrirkomulagi, Efri og Neðri deild. FH og Haukar taka þátt í Neðri deild sem gestalið, en alls taka 10 lið þátt í deildunum tveimur.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög