Mótamál
Domarar2005-0038

Fyrstu feðgar sem dæma í efstu deild

Feðgarnir Þóroddur Hjaltalín yngri og Þóroddur Hjaltalín eldri hafa dæmt í efstu deild

10.5.2008

Í dag dæmdi Þóroddur Hjaltalín sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar hann var við stjórnvölinn á leik HK og FH á Kópavogsvelli.  Þetta væri kannski ekki til frásögur færandi nema fyrir það að þarna fetaði Þóroddur í fótspor föður síns og nafna, Þórodds Hjaltalín sem var einn af fremstu dómurum landsins um árabil.

Feðgarnir, sem dæma báðir fyrir Þór Akureyri, verða báðir í eldlínunni í sumar því þó að Þóroddur eldri hafi lagt flautuna á hilluna þá sinnir hann enn störfum tengdum dómgæslunni sem eftirlitsmaður KSÍ.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög