Mótamál
Landsbankadeildin

Mörkunum rigndi inn í fyrstu umferðinni

Önnur umferðin hefst strax á miðvikudaginn

10.5.2008

Eftir mikla tilhlökkun byrjaði boltinn loksins að rúlla í Landsbankadeildinni í dag.  Það var greinilegt að leikmenn voru tilbúnir því að mörkunum rigndi niður í fyrstu umferð Landsbankadeildar karla.  Alls urðu mörkin 24 og flest komu þau í Keflavík þar sem að heimamenn lögðu Íslandsmeistara Vals með fimm mörkum gegn þremur.

Fjölnismenn byrjuðu ferilinn í efstu deild með sóma en þeir lögðu Þróttara með þremur mörkum gegn engu.  KR lagði Grindavík í Vesturbænum með þremur mörkum gegn einu og í Kópavogi lágu heimamenn í HK fyrir FH, 0-4.  Fram lagði Fylkismenn á útivelli með þremur mörkum gegn engu og á Akranesi gerðu heimamenn og Breiðablik jafntefli með einu marki gegn einu.

Veislan heldur svo áfram í næstu viku og eru það Valsmenn og Grindvíkingar sem byrja aðra umferðina, miðvikudaginn 14. maí og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli.  Fimmtudaginn 15. maí klárast svo önnur umferðin með fimm leikjum.  Leikirnir eru eftirfarandi:

  • Breiðablik - Þróttur
  • Fjölnir - KR
  • Fram - HK
  • Keflavík - Fylkir
  • FH - ÍA

Allir leikirnir í umferðinni hefjast kl. 19:15 að undanskildum leik FH og ÍA sem hefst kl. 20:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög