Mótamál
Landsbankadeildin

Landsbankadeild karla hefst í dag

Heil umferð fer fram í dag í Landsbankadeild karla

10.5.2008

Landsbankadeild karla hefur göngu sína í dag og í fyrsta skiptið er leikið í 12 liða deild í efst deild á Íslandi.  Heil umferð verður leikin í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00 að undaskildum leik Keflavíkur og Vals, sem hefst kl. 16:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Íslandsmeistararnir hefja sem áður sagði titilvörnina í Keflavík en aðrir leikir í þessari umferð eru:

  • HK - FH
  • KR - Grindavík
  • Fylkir - Fram
  • ÍA - Breiðablik
  • Þróttur - Fjölnir

Fjölnismenn leika nú í fyrsta skiptið í efstu deild hjá körlum en félagið verður 20 ára á þessu tímabili.  Félagið er því harla ungt miðað við tilvonandi nágranna sína í Fram sem halda upp á 100 ára afmæli á þessu ári.

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög