Mótamál
Snjallir erlendir leikmenn

Lokað fyrir félagaskipti 15. maí

Ný reglugerð um félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga tók gildi 1. júli á síðasta ári

9.5.2008

Þann 15. maí næstkomandi er síðasti dagur félagaskipta en félagaskipti verða ekki heimil fyrir meistaraflokksleikmenn aftur fyrr en 15. júlí nema fyrir þá leikmenn sem koma til baka af tímabundnum félagaskiptum. 

Ný reglugerð um félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga tók gildi 1. júli á síðasta ári og þar hafa verið gerðar veigamiklar breytingar er varða félagaskipti.

Ber fyrst að telja nýja félagaskiptaglugga en leikmaður getur aðeins gengið til liðs við íslenskt félagslið á tímabilinu 20.  febrúar – 15. maí ár hvert, eða á tímabilinu 15. – 31. júlí.  Það þýðir að síðasti dagur félagaskipta er fimmtudaginn 15. maí næstkomandi og þurfa öll félagaskipti að berast á skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þann dag.  Á þetta einnig við um félagaskipti erlendis frá en staðfesting um þau þurfa einnig að berast skrifstofu KSÍ fyrir miðnætti þennan dag.  Vekja ber athygli á því að ósamningsbundnir leikmenn yngri flokka og leikmenn sem þegar eru á tímabundnum félagaskiptum geta skipt eftir þennan dag.

Félög geta ekki lánað leikmenn eftir 15. maí en hægt er að kalla leikmenn til bara úr láni, þ.e. leikmenn sem eru á tímabundnum félagaskiptum, eftir þennan tíma.  Það er þó aðeins hægt ef liðinn er lágmarkstími tímabundinna félagaskipta sem er einn mánuður.  Þetta þýðir að leikmaður sem er lánaður frá félagi A til félags B þann 14. maí, getur verið kallaður til baka úr láni, þó ekki fyrr en 14. júní.

Töluvert er um að félög séu að reyna fá til sín erlenda leikmenn á þessum síðustu dögum fyrir lokun félagaskiptagluggans.  Vakin er sérstök athygli á 17. grein í reglugerð um félagaskipti, samninga, stöðu leikmanna og félaga en þar segir:

Erlendur ríkisborgari telst hlutgengur hafi hann keppnisleyfi útgefið af skrifstofu KSÍ.  Ekki geta fleiri en þrír erlendir leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu, Færeyjum og Grænlandi verið skráðir á leikskýrslu í 1. aldursflokki í hvert sinn í leik á vegum KSÍ..

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög