Mótamál
Áhorfendur fagna

Stuðningsmannakeppnin heldur áfram

Bestu stuðningsmannahóparnir verðlaunaðir

8.5.2008

Hin vinsæla stuðningsmannakeppni heldur áfram í ár.  Nýir stuðningsmannahópar líta dagsins ljós í sumar samfara fjölgun liða og munu  þeir án efa láta til sína taka.  Bestu stuðningsmannahópar liðanna eru valdir þrisvar á tímabilinu, bæði í Landsbankadeild karla og kvenna og svo að lokum fyrir mótið í heild.

Veitt verða vegleg peningaverðlaun til þess stuðningsmannahóps sem valinn er hverju sinni, 100 þúsund krónur fyrir sigur í hverjum mótshluta fyrir sig.  Í lok móts fær besti stuðningsmannahópur mótsins 200 þúsund krónur að launum.  Eins og undanfarin ár renna peningaverðlaunin til yngri flokka félaganna.

Dómnefnd skipa fulltrúar KSÍ og Landsbankans og velja þeir öflugustu stuðningsmennina.  Í valinu verður m.a. horft til eftirfarandi þátta:

  • Hávær, öflugur og samstilltur stuðningur
  • Framfarir á milli ára eða mótshluta
  • Hve vel stuðningsmenn eru merktir sínu félagi
  • Söngvar og frumleiki
  • Prúðmannleg og drengileg framkomaMótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög