Mótamál
Landsbankadeildin

Landsbankadeildirnar 2008

Keppni í Landsbankadeild karla hefst 10. maí og í Landsbankadeild kvenna 12. maí

8.5.2008

Nú styttist óðum í það sem margir telja hinn eina sanna sumarboða, þegar boltinn byrjar að rúlla í Landsbankadeildunum.  Landsbankadeild karla hefst laugardaginn 10. maí og Landsbankadeild kvenna, mánudaginn 12. maí.

Landsbankinn hefur verið samstarfsaðili KSÍ og félaganna í efstu deildum karla og kvenna í knattspyrnu síðan 2003 og verður a.m.k. til og með keppnistímabilinu 2009.   

Bankinn hefur lagt mikinn metnað í kynningu á Landsbankadeildunum meðal almennings og hefur reynt að efla þátttöku og upplifun áhorfenda og stuðningsmanna. Þar vegur þungt að bankinn hefur síðustu ár boðið öllum börnum 16 ára og yngri á völlinn og veitt glæsileg verðlaun til þessara krakka í happdrætti í lok móts.  Þá hefur bankinn einnig staðið fyrir sérstakri stuðningsmannakeppni sem felst í því að stuðningsmannalið eru verðlaunuð þrisvar á tímabili og loks sérstaklega í lok tímabilsins.  Stuðningsmannaliðin hafa hlotið vegleg verðlaun, sem nýta skal í barna- og unglingastarf viðkomandi félags.

Eins og tímabilin á undan verður staðið að vali á úrvalsliði Landsbankadeilda karla og kvenna með reglulegum hætti.  Þessi lið eru valin af sérstakri valnefnd sem í sitja fulltrúar fjölmiðla, KSÍ og Landsbankans.

Áhugi á íslenskri knattspyrnu hefur farið stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Beinar sjónvarpsútsendingar eru fleiri en nokkru sinni áður og heildarfjöldi áhorfenda á leikjum í Landsbankadeild karla 2007 var tæplega 120.000 - nýtt og stórglæsilegt met í aðsókn að leikjum deildarinnar.  Sumarið 2008 eru 12 lið í Landsbankadeild karla og 10 í Landsbankadeild kvenna, fleiri en nokkru sinni fyrr og því verða leikirnir fleiri en nokkru sinni áður.

Gleðilegt knattspyrnusumar – Allir á völlinn!

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög