Mótamál
Úr leik Hvatar og Álftaness í 3. deild karla árið 2007

Stöðvun leiks vegna meiddra leikmanna

Sérstaklega vakið athygli á því í áhersluatriðum dómaranefndar hvernig stöðvun leiks fer fram vegna meiddra leikmanna

8.5.2008

Vert er að vekja sérstaklega athygli á einu atriði í áhersluatriðum dómaranefndar sem hún gaf út fyrir keppnistímabilið 2008.  Fjallar þetta atriði um stöðvun leiks vegna meiddra leikmanna.  Vakin er sérstök athygli á því að það er dómarans að stöðva leikinn ef leikmenn meiðast.  Leikmenn geta ekki gengið að því vísu að fá boltann að nýju ef þeir spyrna knettinum útaf til að hægt sé að huga að leikmanni.  Tólfta áhersluatriði dómaranefndar er eftirfarandi:

Undanfarin ár hefur verið algengt að leikmenn spyrni knettinum út af til að stöðva leik svo hægt sé að huga að meiðslum leikmanna. Oft á tíðum hafa meiðslin verið smávægileg og ekki gefið tilefni til þess að leikur verði stöðvaður. Lögð er áhersla á að leikið sé áfram þar til dómarinn stöðvar leikinn nema augljóst megi vera að um alvarleg meiðsli sé að ræða.

Úr 5. grein knattspyrnulaganna:

  • dómarinn stöðvar leikinn, ef leik­maður er al­var­lega meiddur að hans dómi, og sér um að hann sé færður af leik­velli.
  • dómarinn lætur leikinn halda áfram þar til knötturinn er úr leik, ef leikmaður er aðeins lítillega meiddur að hans dómi  

Ef dómari hefur nýtt sér vald sitt til að stöðva leik skal leikur hafinn að nýju með því að láta knöttinn falla.

Ef leikmenn sparka knettinum út af til þess að hægt sé að huga að meiðslum leikmanna geta þeir ekki gengið að því sem vísu að fá knöttinn aftur þegar leikur hefst að nýjuMótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög