Mótamál
Úr leik FH og Keflavíkur frá 28. júlí 2007

SMS þjónusta á vefnum

Hægt að fá úrslit úr öllum mótum KSÍ í öllum flokkum

8.5.2008

Í sumar er í fyrsta sinn boðið upp á SMS-úrslitaþjónustu í gegnum vef KSÍ.  Hægt er að fá úrslit úr einstökum leikjum í tilteknu móti með einföldum hætti. SMS-þjónustan nær til allra aldursflokka og allra móta KSÍ, hvort sem um er að ræða leiki í Landsbankadeild eða yngri flokkum.

Með því að velja “Mót” efst á síðunni og velja þar “Mótalisti” er hægt að velja það leik/leiki úr því móti sem óskað er eftir.  Athugið að hægt er að afmarka leitina með ýmsum hætti.  Þegar mótið er valið birtast allir leikir þess móts og fyrir aftan hvern leik er hægt að velja “Fá SMS”.  Þegar valið er “Fá SMS” birtast allar nánari upplýsingar eins sjást í dæminu hér að neðan:

SMS úrslit fyrir

  • Leikur Þróttur R. - Víkingur R.
  • Mót Eldri flokkur karla 30
  • Dagur 03.06.2008 18:00
  • Leikur númer 188573

Til að fá úrslit leiksins sendið SMS í númerið 1900 með textanum

BOLTI 188573
Hvert SMS kostar kr. 49 sem gjaldfært er á viðkomandi símanúmer.

KSÍ ábyrgist ekki að öll úrslit berist um leið og þau liggja fyrir í leikjum.
Ef úrslit hafa ekki borist fyrir miðnætti sama dag og leikur fer fram munu þau
ekki berast í SMS og verður þjónustan þá ekki gjaldfærð.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög