Mótamál
Landsbankadeildin

Val og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum

Kynningarfundur Landsbankadeilda karla og kvenna var í dag

7.5.2008

Í dag var haldinn í Smárabíói, kynningarfundur fyrir Landsbankadeildir karla og kvenna og var þar m.a. kynntar niðurstöður úr hinni árlegu spá.  Val er spáð Íslandsmeistaratitli karla en hjá konunum er KR spáð sigri.  Þeir sem taka þátt í þessari árlegu spá eru þjálfarar, fyrirliðar og formenn félaganna í Landsbankadeildunum.

Röðin var eftirfarandi hjá körlunum

Landsbankadeild karla

1.         Valur               405 stig

2.         FH                  362 stig

3.         KR                  343 stig

4.         ÍA                   323 stig

5.         Breiðablik        294 stig

6.         Fylkir               241 stig

7.         Fram               207 stig

8.         Keflavík           199 stig

9.         HK                   120 stig

10.       Þróttur            116 stig

11.       Fjölnir              108 stig

12        Grindavík           90 stig

Röðin hjá konunum var eftirfarandi:

Landsbankadeild kvenna

1.         KR                  283 stig

2.         Valur               278 stig

3.         Breiðablik        240 stig

4.         Keflavík           192 stig

5.         Stjarnan          172 stig

6.         Fylkir               134 stig

7.         Þór/KA            105 stig

8.         Afturelding       86 stig

9.         HK/Víkingur       81 stig

10.       Fjölnir               79 stig

Þá var einnig kynnt spá er Capacent gerði á meðal þjóðarinnar en þar var 1100 manna úrtak spurt um hverjir þeir teldu verða Íslandsmeistarar karla og kvenna í ár.  Svarhlutfall var 73%.  Flestir spáðu Valsmönnum Íslandsmeistaratitli í karlaflokki eða 29.2%.  FH komu næstir með 21.3%, ÍA var með 15.3% og 11.1% svarenda spáðu KR Íslandsmeistaratitlinum.  Þessi félög voru í nokkrum sérflokki en 23.3% spáðu einhverju af hinum átta félögunum titlinum í karlaflokki.

Í kvennaflokki voru langflestir landsmenn á því að Valur mundi endurheimta titilinn eða 54,7% svarenda.  Næstflestir spáðu KR titlinum eða 15.8% og Breiðablik kom þar sjónarmun á eftir með 15.7%.  Þessi þrjú félög voru langhæst en önnur félög fengu samtals 13.8% atkvæða.

Landsbankadeild karla hefur göngu sína laugardaginn 10. maí en þá fer fram heil umferð.  Landsbankadeild kvenna hefst svo mánudaginn 12. maí með einum leik og daginn eftir, þriðjudaginn 13. maí fara fram fjórir leikir.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög