Mótamál
Valur

Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ

Lögðu FH í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn einu

5.5.2008

Valsmenn lögðu FH í gær en keppt var um sigurlaunin í Meistarakeppni KSÍ í Kórnum.  Lokatölur urðu 2-1 fyrir Valsmenn eftir að staðan hafði verið 1-1 í hálfleik.  Það eru Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils er leika um þennan titil.

Hafnfirðingar komust yfir strax á 4. mínútu þegar að Atli Viðar Björnsson skoraði.  Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin á 15. mínútu og með þá stöðu gengu leikmenn til hálfleiks.

Pálmi Rafn var svo aftur á ferðinni á 60. mínútu og tryggði Valsmönnum sigur í Meistarakeppni KSÍ.

Þetta var lokaundirbúningur liðanna fyrir alvöruna því að á laugardaginn hefst Landsbankadeild karla og er heil umferð þá á dagskránni.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög