Mótamál
Knattspyrnusamband Íslands

Meistarakeppni karla - Valur og FH mætast

Leikið í Kórnum sunnudaginn 4. maí kl. 19:15

2.5.2008

Valur og FH mætast í Meistarakeppni karla á sunnudaginn kl. 19:15 og fer leikurinn fram í Kórnum.  Í þessum leik mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta keppnistímabils.

FH eru handhafar þessa titils en þeir lögðu Keflavík í fyrra með einu marki gegn engu.  FH og Valur hafa unnið þennan titil þrjú síðustu ár, FH 2005 og 2007 en Valur 2006.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er inn fyrir 16 ára og yngri.

Þetta er síðasti möguleikinn til þess að sjá þessi félög leika áður en að Landsbankadeildin hefst en fyrsta umferðin hjá körlunum hefst 10. maí.
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög