Mótamál
Lengjubikarinn

Valur Lengjubikarmeistari karla

Sigruðu Fram í úrslitaleik í A deild karla

2.5.2008

Valsmenn lögðu Framara í úrslitaleik A deildar Lengjubikars karla en leikið var í Kórnum.  Lokatölur urðu 4-1 Valsmönnum í vil eftir að þeir höfðu haft yfir, 2-1 í hálfleik.  Þetta er í fyrsta skiptið sem Valsmenn vinna þennan titil.

Leikurinn var fjörugur og gefur góð fyrirheit fyrir komandi keppnistímabil sem hefst eftir rétt rúma viku.  Það voru þeir Dennis Bo Mortensen 2, Atli Sveinn Þórarinsson og Pálmi Rafn Pálmason sem skoruðu mark Valsmanna í leiknum.  Hjálmar Þórarinsson skoraði fyrir Fram í úr vítaspyrnu.

Á sunnudaginn mætast svo í Meistarakeppni karla, Valur og FH.  Fer sá leikur fram í Kórnum og hefst kl. 19:15.

Lengjubikarinn

 
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög