Mótamál
Lengjubikarinn

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla 1. maí

Fram og Valur mætast í Kórnum kl. 19:15

30.4.2008

Úrslitaleikur A deildar Lengjubikars karla fer fram fimmtudaginn 1. maí og mætast þá Reykjavíkurliðin Fram og Valur.  Leikurinn fer fram í Kórnum og hefst kl. 19:15.

Hvorugt þessara félaga hefur unnið þennan titil áður en Valsmenn hafa fjórum sinnum leikið til úrslita í keppninni, síðast í fyrra þegar þeir biðu lægri hlut gegn FH.  Framarar eru hinsvegar að leika til úrslita í þessari keppni í fyrsta skiptið en félagið heldur upp á 100 ára afmæli sitt þennan dag.

Framarar unnu Breiðablik í undanúrslitum og þurfti vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit en Valsmenn unnu Skagamenn með fimm mörkum gegn tveimur í hinum undanúrslitaleiknum.

Aðgangseyrir á leikinn er 1000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri.

Aðeins eru 10 dagar þangað til að Landsbankadeildin hefur göngu sína og má búast við spennandi leik á milli þessara rótgrónu Reykjavíkurfélaga.

Lengjubikarinn
Mótamál
Aðildarfélög


Skráning úrslita

Leiðbeiningar Úrslit leikja í öllum flokkum má skrá með SMS-skeyti eða í gegnum aðgang viðkomandi félags að ksi.is í gegnum Séraðgerðir hér að ofan
Aðildarfélög